Fiðluleikarinn Chrissie Telma Guðmundsdóttir er fædd og uppalin á Íslandi. Hún hóf fiðlunám 7 ára gömul, fyrst hjá Guðmundi Pálssyni í Tónlistarskóla Árnesinga og síðan hjá Lilju Hjaltadóttur í Allegro Suzukitónlistarskólanum. Árið 2006 lá leið hennar í Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Auði Hafsteinsdóttur. Hún tók þátt í einleikarakeppni skólans og fékk að leika Bruch fiðlukonsertinn með hljómsveit skólans. Haustið 2009 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með Diploma gráðu árið 2012 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Tveimur árum seinna útskrifaðist hún með B.Mus gráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur.

      Violinist Chrissie Telma Guðmundsdóttir is born and raised in Iceland. She has been performing now for over 16 years. She started her studies with Guðmundur Pálsson at a Music academy in the south but soon she transferred to a school in the capital Reykjavík with Lilja Hjaltadottir as her teacher. In 2006 she got Audur Hafsteinsdottir as her main teacher in the Reykjavik Collage of music. She won a soloist competition in the school and got to perform the Bruch violin concerto with the school orchestra. In Fall 2009 she started her undergrad studies at the Iceland Academy of the Arts and graduated with a Diploma in 2012 with Gudny Gudmundsdottir as her main teacher. Two years later she graduated with her Undergrad degree B.Mus in violin performance with Audur Hafsteinsdottir. 

      Eftir útskrift úr Listaháskólanum flutti hún til Arizona sem Fulbright styrkþegi Íslands og útskrifaðist með meistaragráðu í fiðluleik frá Arizona State University undir handleiðslu Prof. Danwen Jiang í maí 2016. Chrissie lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2012 og Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna árið 2016. Hún keppti einnig í einleikarakeppni Arizona State Unversity haustið 2015 og hlaut þriðja sætið. Á dögunum fór hún til Arizona og sat í dómnefnd við val á Fulbright styrkþegum í Bandaríkjunum fyrir árið 2017. Chrissie hefur tekið virkan þátt í Íslansku menningarlífi en þar ber helst að nefna þáttöku í Jólagestum Björgvins, Minningartónleikum Ellýjar Vilhjálms, Eurovision, leikið undir með Megasi og sjónvarpsþættinum Ástríði.  

      After graduation she moved to Arizona to pursue a master's degree in violin performance at Arizona State University as a Fulbright Representative from Iceland. She got the amazing opportunity to work with Prof. Danwen Jiang and graduated in May 2016. Chrissie was a soloist with the Symphony of Iceland in 2012 and the Amateur Symphony of Iceland in 2016. She competed in a Soloist competition at ASU in the Fall of 2015 and received 3rd place. Recently she travelled back to Arizona to sit in the Fulbright committee for Teacher Assistantship scholarships. She loves to perform and has played in Classical Orchestra's, Pop/Rock groups, music videos, weddings and premiers.     

      Chrissie hefur verið að kenna frá árinu 2011 bæði á Íslandi og erlendis. Samhliða meistaranámi sínu í Arizona, var hún með 10-15 nemendur á aldrinum 4-18 ára í einkakennslu ásamt því að vera með hópkennslu um helgar. Hún flutti aftur heim til Íslands í maí sl. og starfar nú sem fiðlukennari og forskólakennari við Tónlistarskóla Rangæinga.

      Chrissie has been working as a part time teacher since 2011 both in Iceland and abroad. While she was pursuing her master's degree she taught in the String Project program at ASU along with her studies. She had 10-15 private students and group classes on weekends. Her students ranged from age 4-18. She moved back to Iceland in may 2016 and works as a full time violin teacher and group class teacher at the Music School in the South.